Félag Íslendinga í London - info @ ifelag.co.uk

Jólamessa og jólaball 6. desember

Jólahelgistund íslenska safnaðarins og jólaball Íslendingafélagsins verður haldið laugardaginn 6. desember kl: 13:00 í Sænsku kirkjunni, 6 Harcourt Street, London W1H 4AG. Biskup Íslands, Sr. Agnes M. Sigurðardóttir mun predika og þjóna fyrir altari ásamt Sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni fyrrum vígslubiskup á Hólum og sendiráðspresti í London. Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna kórnum, orgelleikari verður

Áfram / Read more …

Froskaleikirnir

Til allra íslenskumælandi barna! Forskot á hljóðmyndun, forskot á lestur, færni inn í lífið! Aldur 4 + Loksins eru Froskaleikirnir komnir í App Store fyrir iPad og iPad mini! UM FROSKALEIKINA 1  2  3 Froskaleikirnir segja frá froskinum Hoppa sem missir málið eftir að galdrakarl lagði á hann álög. Í þremur mismunandi sjálfstæðum hljóðgreiningarleikjum fyrir

Áfram / Read more …

Dagur íslenskrar tungu

Sunnudaginn 16. nóvember munum við halda Dag íslenskrar tungu hátíðlegan á „sænska barnum“ í London. Íslenskir höfundar búsettir í London munu lesa upp úr verkum sínum, auk þess sem lesið verður upp úr nýútgefnum bókum frá Forlaginu. Einnig verður hljóðneminn opinn og getur hver sem er nýtt tækifærið til að koma á framfæri eigin efni eða lesa upp

Áfram / Read more …

Halloween Partý 25. október

  Nú er nýtt starfsár hafið hjá Félagi Íslendinga í London og af því tilefni blásum við til hrekkjavökuteitis laugardaginn 25. október næstkomandi á The Nordic Bar, 25 Newman Street, W1T 1PN. Herlegheitin hefjast á slaginu 20:00 og standa fram yfir miðnætti. Að vanda verða veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn og því ekki seinna vænna

Áfram / Read more …

Íslenskukennsla

Læra heima að heiman er ný síða sem býður uppá kennslu í íslensku og íslenskri menningu fyrir öll skólastig. Þetta er frábær leið til að viðhalda og/eða læra íslenska tungu og kynnast íslenskri menningu, sérstaklega nú þegar Íslenski skólinn er ekki lengur starfandi í London. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hér að ofan og

Áfram / Read more …

Haustmessa og aðalfundur Íslendingafélagsins 2014

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 28. september nk. kl. 15.00 í sænsku kirkjunni (6 Harcourt Street, W1H 4AG London). Séra Sigurður Arnarson mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin. Séra Sigurður mun vera með fermingarfræðslu sama dag, (28. september)

Áfram / Read more …

Íslenski kórinn í London kallar

Kæru vinir, Íslendingar í London. Íslenski kórinn kallar. HVAÐ? Fyrsta kóræfing vetrarins! HVENÆR? Þriðjudaginn 9. Sept. Kl.19-21 HVAR? Sendiráði Íslands, 2A Hans St. SW1X 0JE. HVERJIR? Allir sem vilja vera með, hafa gaman af söng og pöbbaferðum! Menn, sveinar og drengir sérstaklega hvattir til að ganga til liðs við karladeildina. ERU INNTÖKUPRÓF? Nei, og færni

Áfram / Read more …